Erlent

Skoðana hvað ?

Skoðanakönnun sem yfirvöld í Egyptalandi létu gera leiddi í ljós að 61 prósent þjóðarinnar hafði aldrei heyrt um skoðanakannanir, og vissi ekki hvaða fyrirbæri það er. Könnunin sýndi einnig að aðeins tíu prósent af þeim sem talað var við höfðu tekið þátt í skoðanakönnun.

Þorri þjóðarinnar fær allar sínar fréttir úr ríkisreknum fjölmiðlum sem sjaldan birta skoðanakannanir. Slíkar kannanir eru einnig sjaldgæfar í öðrum Arabaríkjum. Fjörutíu og níu prósent þeirra sem tóku þátt í egypsku könnuninni sögðu að þeir vildu gjarnan taka þátt í skoðanakönnunum um ýmis brýn þjóðfélagsmál, eins og til dæmis atvinnuleysi.

Ríkisstjórnin segir að atvinnuleysi sé 9,5 prósent, en almennt er talið að sú tala sé miklu hærri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×