Innlent

Borgarráð samþykkir að selja Fríkirkjuveg 11

Fríkirkjuvegur 11.
Fríkirkjuvegur 11. MYND/Vilhelm

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að selja húsið að Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús Thors Jensens athafnamanns. Þar hafa um árabil verið höfuðstöðvar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en í tillögunni sem lögð var fyrir á fundi borgarráðs er gert ráð fyrir því að fundið verði nýtt húsnæði fyrir þá starfsemi. Hefur framkvæmdasviði borgarinnar verið falið að undirbúa auglýsingu eftir tilboðum í Fríkirkjuveg 11.

Fram kemur á bloggsíðu Björns Inga Hrafnssonar, fomanns borgarráðs, að tillögunni hafi eftir samþykkt borgarráðs verið vísað til borgarstjórnar þar sem þau Árni Þór Sigurðsson, Vinstri - grænuum, og Björk Vilhelmsdóttir, Samfylkingunni, greiddu atkvæði gegn henni. Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, sat hjá.

„Hún verður því tekin fyrir á fundi borgarstjórnar nk. þriðjudag og í framhaldi af því verður hugað að hentugu framtíðarhúsnæði fyrir ÍTR og söluferli á húseigninni Fríkirkjuvegi 11 sett í gang," segir Björn Ingi. á heimasíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×