Lífið

Dirty Paper Cup

Til stóð að Hafdís kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni en því miður verður ekki af því í ár.
Til stóð að Hafdís kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni en því miður verður ekki af því í ár.

Hljómplatan Dirty Paper Cup með söng- og tónlistarkonunni Hafdísi Huld er komin út á Íslandi á vegum MVine/Red Grape og 12 Tóna. Þetta er jafnframt fyrsta sólóplata Hafdísar en 12 Tónar sjá um útgáfu hennar á Íslandi.

Hafdís Huld kom ung fram á sjónarsviðið þegar hún söng með Gus Gus við góðan orðstýr en hún sagði skilið við fjöllistahópinn til að stunda frekara tónlistarnám í Englandi (í upptöku- og tónsmíðum). Vinnan við Dirty Paper Cup hófst fljótlega eftir að komið var til Lundúna og nú fimm árum seinna er frábær poppplata orðin að veruleika. Mikil vinna hefur farið í gerð plötunnar og margir góðir tónlistarmenn lagt Hafdís lið, m.a. Chris Corner úr hljómsveitinni Sneaker Pimps og Jim Abbiss sem sá um gerð plötu Arctic Monkeys fyrir skemmstu.

Tvö lög hafa komið út sem smáskífur af plötunni. Hið fyrsta var hið stórgóða Tomoko og hitt er ekki síðra, Ski Jumper, en það lag er að fá mikla útvarpsspilun um þessar mundir í Englandi. Einnig er vert að geta þess að Hafdís hefur gert frábæra endurútgáfu af poppperlu Velvet Underground, Who Loves The Sun.

Til stóð að Hafdís kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni en því miður verður ekki af því í ár. Ástæðan er hins vegar af hinu góða, eða vegna mikilla anna og góðra viðbragða við Dirty Paper Cup. Hafdís þarf því að fresta tónleikahaldi á Íslandi fram á næsta ár.

http://www.hafdishuld.com/

http://www.myspace.com/hafdishuld






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.