Lífið

Eru fimm fimmtíu metra rennibrautir list?

Tate nútímalistasafnið álítur að svo sé og býður gestum að fá sér bunu í brautunum sem eru nýjasta sýningin hjá þeim. Gagnrýnendur greinir þó á um listrænt gildi brautanna.

Það fer ekki milli mála að gestir Tate-safnsins kunna að meta rennibrautirnar sem teygja sig um sali safnsins, tugi metra upp í loft hver og ein. Sýningastjórinn segir list eiga að vera skemmtilega, skemmtun sé stór hluti af listupplifun fólks og því sé ekkert rangt við að leyfa fólki að njóta listarinnar á þennan hátt. Hún hafi aldrei skilið hvers vegna sumum finnist list eiga að vera alvarleg og drepleiðinleg. Listgagnrýnandinn David Lee er ekki sammála sýningastjóranum, þrátt fyrir að hafa skellt sér eina ferð.

Sýningin verður opin fram í apríl, svo þeir Íslendingar sem eiga leið um Lundúnaborg í vetur geta ef til vill bara gert sér ferð og lagt sjálfir mat á listrænt gildi rennibrauta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.