Lífið

Brekkukotsannáll

Sunnudaginn 29. október mun Pétur Gunnarsson rithöfundur ræða við gesti undir yfirskriftinni „Brekkukotsannáll: lognið á eftir storminum?".
Sunnudaginn 29. október mun Pétur Gunnarsson rithöfundur ræða við gesti undir yfirskriftinni „Brekkukotsannáll: lognið á eftir storminum?".

Opni leshringurinn Verk mánaðarins heldur áfram í október og verður skáldsagan Brekkukotsannáll tekin fyrir að þessu sinni. Brekkukotsannáll kom út árið 1957 og var því fyrsta skáldsagan sem Halldór Laxness sendi frá sér eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1955.

Sem fyrr verður spjallað um verkið í stofunni á Gljúfrasteini undir lok mánaðarins. Sunnudaginn 29. október mun Pétur Gunnarsson rithöfundur ræða við gesti undir yfirskriftinni „Brekkukotsannáll: lognið á eftir storminum?".

 

Á heimasíðu Gljúfrasteins http://www.glufrasteinn.is má nálgast ábendingar um lesefni tengt Brekkukotsannál auk upptöku á lestri Halldórs úr skáldsögunni.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.