Fjöldi blaðamanna á leiðinni til landsins 9. október 2006 12:53 Miðasala á Iceland Airwaves hátíðina gegnum sölustöðvar Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum hefur gengið vonum framar og er svo komið að nánast er uppselt á hátíðina í Bandaríkjunum. Nýtt sölumet hefur verið slegið hjá Icelandair í Skandinavíu sem sinnir Svíþjóð, Danmörku og Noregi - og í Bretlandi hafa Icelandair ákveðið að senda stærri vél til og frá London föstudaginn 20. og sunnudaginn 22. október til að svara eftirspurn. Sala í Frakklandi og Þýskalandi hefur verið með svipuðu móti og í fyrra, en í fyrsta sinn hefur selst á hátíðina að einhverju marki í Finnlandi og í Japan þar sem skipulögð er lítið hópferð. Aðstandendur Airwaves búast við hátt í 2.000 erlendum gestum á hátíðina í ár, fleirum en nokkru sinni fyrr. Mikill áhugi erlendra fjölmiðla er fyrir hátíðinni, sem sýnir sig kannski best í því að Spex, eitt stærsta tónlistartímarit Þýskalands, skandinavíu útgáfan af VICE magazine, þungarokksritið Kerrang!, MySpace og breska verðlaunaritið Clash Magazine eru meðal þeirra fjölmiðla sem bæði munu fjalla um hátíðina og vera með eigin kvöld og svið á Iceland Airwaves 2006. Meðal annara fjölmiðla sem senda blaðamenn á Airwaves í ár má nefna BBC, dönsku og norsku ríkisútvörpin DR og NRK, Euronews í Frakklandi, URB magazine og hið virta vefrit Pitchfork.com sem í fyrsta sinn fjallar um íslenska tónlist með því að sækja landið heim. Fjöldi starfsmanna tónlistarbransans hafa einnig boðið komu sína, bæði frá útgáfufyrirtækjum og tónlistarhátíðum á borð við CMJ, Roskilde, Berlin festival og By:Larm. Í Bretlandi hefur sala á pakkaferðum aukist um 10% frá því í fyrra, þrátt fyrir nýjan samkeppnisaðila á flugleiðinni. Líklegt er að þakka megi auknum áhuga sjónvarpssstöðva en bæði Channel 4 og afþreyingarstöð þeirra E4 hafa kynnt Airwaves ásamt MTV2. Báðar þessar sjónvarpsstöðvar munu jafnframt senda upptökulið á hátíðina sjálfa og standa að þáttargerð um hana. Þá hefur vefsamfélagið MySpace í Bretlandi og Þýskalandi sett kynningu á heimasíður sínar um Airwaves en þessi öfluga vefsíða opnaði staðbundna vefi fyrr á þessu ári sem er að finna á uk.myspace.com og de.myspace.com. Á báðum stöðum er vísað inn á Iceland Airwave síðuna sem er www.myspace.com/icelandairwaves frá forsíðuEnn til miðar á Airwaves hérlendis Hérlendis hófst miðasalan um leið og dagskráin var kynnt fyrir um 3 vikum og þegar er vel yfir helmingur þeirra miða sem eru í boði á hátíðina innanlands seldur. Uppselt var á Airwaves árið 2004 og í fyrra - og miðað við að færri miðar eru í boði á hátíðina í ár má búast við að það sama verði upp á teningnum í ár. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Lífið Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira
Miðasala á Iceland Airwaves hátíðina gegnum sölustöðvar Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum hefur gengið vonum framar og er svo komið að nánast er uppselt á hátíðina í Bandaríkjunum. Nýtt sölumet hefur verið slegið hjá Icelandair í Skandinavíu sem sinnir Svíþjóð, Danmörku og Noregi - og í Bretlandi hafa Icelandair ákveðið að senda stærri vél til og frá London föstudaginn 20. og sunnudaginn 22. október til að svara eftirspurn. Sala í Frakklandi og Þýskalandi hefur verið með svipuðu móti og í fyrra, en í fyrsta sinn hefur selst á hátíðina að einhverju marki í Finnlandi og í Japan þar sem skipulögð er lítið hópferð. Aðstandendur Airwaves búast við hátt í 2.000 erlendum gestum á hátíðina í ár, fleirum en nokkru sinni fyrr. Mikill áhugi erlendra fjölmiðla er fyrir hátíðinni, sem sýnir sig kannski best í því að Spex, eitt stærsta tónlistartímarit Þýskalands, skandinavíu útgáfan af VICE magazine, þungarokksritið Kerrang!, MySpace og breska verðlaunaritið Clash Magazine eru meðal þeirra fjölmiðla sem bæði munu fjalla um hátíðina og vera með eigin kvöld og svið á Iceland Airwaves 2006. Meðal annara fjölmiðla sem senda blaðamenn á Airwaves í ár má nefna BBC, dönsku og norsku ríkisútvörpin DR og NRK, Euronews í Frakklandi, URB magazine og hið virta vefrit Pitchfork.com sem í fyrsta sinn fjallar um íslenska tónlist með því að sækja landið heim. Fjöldi starfsmanna tónlistarbransans hafa einnig boðið komu sína, bæði frá útgáfufyrirtækjum og tónlistarhátíðum á borð við CMJ, Roskilde, Berlin festival og By:Larm. Í Bretlandi hefur sala á pakkaferðum aukist um 10% frá því í fyrra, þrátt fyrir nýjan samkeppnisaðila á flugleiðinni. Líklegt er að þakka megi auknum áhuga sjónvarpssstöðva en bæði Channel 4 og afþreyingarstöð þeirra E4 hafa kynnt Airwaves ásamt MTV2. Báðar þessar sjónvarpsstöðvar munu jafnframt senda upptökulið á hátíðina sjálfa og standa að þáttargerð um hana. Þá hefur vefsamfélagið MySpace í Bretlandi og Þýskalandi sett kynningu á heimasíður sínar um Airwaves en þessi öfluga vefsíða opnaði staðbundna vefi fyrr á þessu ári sem er að finna á uk.myspace.com og de.myspace.com. Á báðum stöðum er vísað inn á Iceland Airwave síðuna sem er www.myspace.com/icelandairwaves frá forsíðuEnn til miðar á Airwaves hérlendis Hérlendis hófst miðasalan um leið og dagskráin var kynnt fyrir um 3 vikum og þegar er vel yfir helmingur þeirra miða sem eru í boði á hátíðina innanlands seldur. Uppselt var á Airwaves árið 2004 og í fyrra - og miðað við að færri miðar eru í boði á hátíðina í ár má búast við að það sama verði upp á teningnum í ár. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com
Lífið Menning Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Fleiri fréttir Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Sjá meira