Lífið

Hrannar sigraði í Ráðhúsinu

Hrannar Baldursson sigraði á Ráðhússkákmótinu, sem haldið var í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum.
Hrannar Baldursson sigraði á Ráðhússkákmótinu, sem haldið var í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum.

Hrannar Baldursson sigraði á Ráðhússkákmótinu, sem haldið var í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. 40 keppendur á öllum aldri tóku þátt í mótinu sem heppnaðist stórvel. Karl Jóhanns Þorsteins og Stefán Bergsson lentu í 2.-3. sæti, en sá síðarnefndi var í fararbroddi fram í síðustu umferð, þegar hann tapaði fyrir Hrannari.

Að mótinu stóðu Hrókurinn, Skákfélagið í Vin við Hverfisgötu, Kátu biskuparnir og Skákíþróttafélag Háskólans í Reykjavík. Edda útgáfa lagði til glæsilega vinninga.

Þórður Harðarson sigraði í flokki 60 ára og eldri, Elsa María Þorfinnsdóttir í flokki barna 13 til 18 ára og hinn bráðefnilegi Dagur Ragnarsson í flokki

12 ára og yngri. Dagur hlaut 3 vinninga af 6, eins og þau Birta Össurardóttir og Patrekur Þórsson, sem fengu aðeins færri stig.

Á undan mótinu tefldi Helgi Ólafsson stórmeistari við 14 mótherja. Hann hljóp í skarðið fyrir Friðrik Ólafsson sem forfallaðist. Helgi var leystur út með glæsilegri Íslandsbók Páls Stefánssonar, sem er nýkomin út hjá Eddu.

Fjölmargir lögðu leið sína í Ráðhúsið til að fylgjast með fjölteflinu og skákmótinu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti SÍ lék fyrsta leikinn, í skák Arnars Valgeirssonar og Sigurjóns Sigurbjörnssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.