Erlent

Kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur

Taílendingurinn Khum Chaibuddee freistaði þess í dag að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir óvenjulegt en lífshættulegt uppátæki (LUM). Hann gerði sér lítið fyrir og kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur í beinni útsendingu frá Pattaya-ströndinni í Taílandi.

Slöngurnar voru settar á sviðið ein á fætur annarri en til hliðar biðu læknar með móteitur ef vera kynni að einhver þeirra brygðist illa við kossunum. Eiturslöngurnar létu sér hins vegar atlotin vel líka og Khum virðist því hafa stórbætt fyrra met. Það setti Bandaríkjamaður sem árið 1999 kyssti ellefu hvæsandi eitursnáka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×