Erlent

Bætur fyrir brottnám

Þýskur lögfræðingur hefur ákveðið að fara nýstárlega leið til að afla fleiri viðskiptavina. Hann ætli að sækja fébætur til þýska ríkisins fyrir þá borgara sem geimverur hafi numið á brott.

Lögfræðingurinn, Jens Lorek, segir ljóst að hér sé þörf á lögfræðiaðstoð en fólk veigri sér við því að leita hjálpar af ótta við að það geri sig að fífli fyrir dómstólum. Lorek er með skrifstofu í Dresden. Hann hefur hingað til einvörðungu annast mál tengd vinnurétti og félagsleg mál. Hann vilji hins vegar breyta til nú og því grípi hann til þessa ráðs.

Hann sé þeirrar skoðunar að það fólk sem telji sig hafa farið í ferð með geimverum eiga rétt á niðurgreiddri sálfræðimeðferð eða lækningu við kvillum sem kunni að hrjá það eftir ferðir þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×