Af bolsum og rónum 6. október 2006 19:27 Var Staksteinapistillinn um herstöðvaandstæðinga sem taglhnýtinga Stalíns ekki dálítið gaga? Það fraus í kaffibollanum hjá manni við að lesa þennan uppvakning úr Kalda stríðinu. Sumir herstöðvaandstæðingar voru vísast kommúnistar, og kannski tókst kommúnistum að manípúlera einhverja nytsama sakleysingja - en hjá mörgum snerist þetta aðeins um nýfengið frelsi þjóðar sem þeim fannst spillt með veru erlends hers á íslenskri grund. Mogginn kallaði Sigurbjörn Einarsson "smurðan Moskvuagent", en það var hann auðvitað ekki. Líklega var stór hluti af herstöðvaandstæðinga þjóðernissinnar - réttir og sléttir framsóknarmenn ofan úr sveit fremur en blóðrauðir bolsar. Franski sósíalistaforinginn Leon Blum orðaði það svo að kommúnistar hefðu verið patríótar - en bara í öðru landi en sínu eigin. Það er sérstakt að fylgjast með ritdeilu Kjartans Ólafssonar og Þórs Whitehead sem nú eru fjarska móðgaðir hvor út í annan. Manni finnst varla ástæða til að gera sérlega mikið úr vopnaburði íslenskra kommúnista, um hann eru afar litlar heimildir, en hinu má þó ekki gleyma að kommúnistar höfðu á stefnuskrá sinni að bylta þjóðskipulaginu með vopnavaldi ef því væri að skipta. Menn gátu varla annað en tekið mark á því. Annars var alltaf uppi orðrómur um eitthvert leyniþjónustubrölt innan íslensku lögreglunnar. En leyndarmálið virðist hafa verið fjarska vel varðveitt. Árni Sigurjónsson, hinn dularfulli maður sem stýrði þessari starfsemi, dó áður en hann gat leyst frá skjóðunni - sem mér skilst reyndar að hann hafi verið tilbúinn að gera undir andlátið. --- --- --- Ég hef stundum skrifað um rónana í bænum. Þetta er merkileg hjörð þar sem hún tínist niður í kvos á morgnana, druslast og drattast, skjálfandi og illa til reika, en er yfirleitt á bak og burt þegar húmar að kvöldi. Þá eru kraftarnir kannski á þrotum þar til nýr dagur rennur. Nema allir séu komnir inn á einhverja huggulega krá. Sjaldan hafa rónarnir - og dópistarnir - verið jafn áberandi og núna í haust. Ég spyr mig hvort þessi stétt manna sé svona afskaplega fjölmenn á Íslandi, en kannski er skýringin fremur sú að það er svo fátt af öðru fólki í bænum. Í erlendum borgum hverfa rónarnir í mannfjöldann, en hérna er enginn mannfjöldi að hverfa í. Og þar af leiðandi eiga þeir bæinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Var Staksteinapistillinn um herstöðvaandstæðinga sem taglhnýtinga Stalíns ekki dálítið gaga? Það fraus í kaffibollanum hjá manni við að lesa þennan uppvakning úr Kalda stríðinu. Sumir herstöðvaandstæðingar voru vísast kommúnistar, og kannski tókst kommúnistum að manípúlera einhverja nytsama sakleysingja - en hjá mörgum snerist þetta aðeins um nýfengið frelsi þjóðar sem þeim fannst spillt með veru erlends hers á íslenskri grund. Mogginn kallaði Sigurbjörn Einarsson "smurðan Moskvuagent", en það var hann auðvitað ekki. Líklega var stór hluti af herstöðvaandstæðinga þjóðernissinnar - réttir og sléttir framsóknarmenn ofan úr sveit fremur en blóðrauðir bolsar. Franski sósíalistaforinginn Leon Blum orðaði það svo að kommúnistar hefðu verið patríótar - en bara í öðru landi en sínu eigin. Það er sérstakt að fylgjast með ritdeilu Kjartans Ólafssonar og Þórs Whitehead sem nú eru fjarska móðgaðir hvor út í annan. Manni finnst varla ástæða til að gera sérlega mikið úr vopnaburði íslenskra kommúnista, um hann eru afar litlar heimildir, en hinu má þó ekki gleyma að kommúnistar höfðu á stefnuskrá sinni að bylta þjóðskipulaginu með vopnavaldi ef því væri að skipta. Menn gátu varla annað en tekið mark á því. Annars var alltaf uppi orðrómur um eitthvert leyniþjónustubrölt innan íslensku lögreglunnar. En leyndarmálið virðist hafa verið fjarska vel varðveitt. Árni Sigurjónsson, hinn dularfulli maður sem stýrði þessari starfsemi, dó áður en hann gat leyst frá skjóðunni - sem mér skilst reyndar að hann hafi verið tilbúinn að gera undir andlátið. --- --- --- Ég hef stundum skrifað um rónana í bænum. Þetta er merkileg hjörð þar sem hún tínist niður í kvos á morgnana, druslast og drattast, skjálfandi og illa til reika, en er yfirleitt á bak og burt þegar húmar að kvöldi. Þá eru kraftarnir kannski á þrotum þar til nýr dagur rennur. Nema allir séu komnir inn á einhverja huggulega krá. Sjaldan hafa rónarnir - og dópistarnir - verið jafn áberandi og núna í haust. Ég spyr mig hvort þessi stétt manna sé svona afskaplega fjölmenn á Íslandi, en kannski er skýringin fremur sú að það er svo fátt af öðru fólki í bænum. Í erlendum borgum hverfa rónarnir í mannfjöldann, en hérna er enginn mannfjöldi að hverfa í. Og þar af leiðandi eiga þeir bæinn.