Sport

Frábærum ferli Jorge Costa lokið

Jorge Costa var lykilmaður í sigursælu liði Porto á árunum 2003-04 þar sem hann spilaði undir stjórn Jose Mourinho sem nú stýrir Chelsea
Jorge Costa var lykilmaður í sigursælu liði Porto á árunum 2003-04 þar sem hann spilaði undir stjórn Jose Mourinho sem nú stýrir Chelsea NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum landsliðsmaðurinn Jorge Costa frá Portúgal hefur tilkynnt að hann sé hættur knattspyrnuiðkun. Þessi 34 ára gamli Portúgali spilaði lengst af með Porto, þar sem hann vann 8 meistaratitla, 5 bikarkeppnir, Evrópukeppni félagsliða árið 2003 og Meistaradeildina árið 2004.

Costa var síðast á mála hjá Standard Liége, en fór þaðan í sumar og hefur nú ákveðið að hætta. Hann spilaði 306 leiki í efstu deld í Portúgal og skoraði þar 20 mörk, auk þess sem hann átti að baki 50 landsleiki á árunum 1992-2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×