Hugmyndir um lækkun matvælaverðs kynntar fljótlega 3. október 2006 20:14 Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Hugmyndir um lækkun matvælaverðs eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega. Þetta sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld en vildi þó ekkert segja nánar um útfærsluna. Í stefnuræðu sinni sagði hann að Íslendingar þyrftu nú að ákveða hvernig standa ætti að nýtingu orkulinda í framtíðinni en það þyrfti að gera af fullri virðingu fyrir náttúrunni. Mikið hefur verið rætt um lækkun á matvælaverði. Forsætisráðherrann sagði hugmyndir sem leiða til lækkunar matvælaverðs á lokastigi og að þær verði kynntar fljótlega. Hann lét þó ekkert annað uppi um hugmyndirnar. Geir gerði einnig varnarmálin að umræðuefni í ræðu sinni. Samkomulagið um varnarmál við Bandaríkjastjórn, sem kynnt var í vikunni, væri Íslendingum hagstætt en ljóst væri að Íslendingar þyrftu sjálfir að vera virkari í eigin öryggismálum. Forsætisráðherrann sagði mikinn efnahagslegan ávinning hafa náðst á síðustu árum og að kaupmáttur hefði aukist. Helsta verkefni stjórnvalda og Seðlabanka Íslands undanfarið hafi verið að ná verðbólgunni niður og sagði hann allar líkur á að hún verði komin niður í 2,5% um mitt næsta ár. Brugðist hafi verið við óróa í þjóðarbúskapnum með öflugum aðhaldsaðgerðum en nú væri hægt að halda áfram með þær samgöngubætur sem hafa verið undirbúnar að undanförnu. Þannig verði sérstakt átak á umferðaræðum við Reykjavík og vonast hann til að það geti dregið úr slysum. Hann sagði nefnd á vegum þingsins vera að ræða um málefni öryrkja en þar væri fjallað um leiðir til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsorku sína sem best. Frumvarp um heilbrigðismál þar sem tekið er á grunnskipulagi heilbrigðismála verður lagt fram á þinginu en þar verða meðal annar styrktar þær leiðir sem aðrir aðilar en ríkið hafa til að sinna heilbrigðisþjónustu. Fjölmiðlafrumvarp og frumvarp um Ríkisútvarpið verða lögð fram í upphafi þings. Geir sagði meiri frið hafa verið undanfarið um fiskveiðistjórnunarmál og lagði hann í ræðu sinni áherslu á rétt Íslendinga sem sjálfbærrar þjóðar að nýta auðlindir sínar. Forsætisráðherrann stiklaði einnig á öðrum málum svo sem sameiningu lögregluliða á höfuðborgarsvæðinu, uppbyggingu gsm kerfisins á vegum landsins, uppbyggingu fangelsa og stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana
Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira