Erfitt verkefni bíður Newcastle og Tottenham 3. október 2006 13:27 Sevilla er handhafi Evrópubikars félagsliða eftir auðveldan sigur á Middlesbrough í úrslitaleik NordicPhotos/GettyImages Nú er búið að draga í riðla í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og ljóst að ensku liðin þrjú sem komust í riðlakeppnina fá þar verðuga samkeppni. Þá lenti Íslendingalið AZ Alkmaar í riðli með Evrópumeisturum Sevilla frá Spáni. Newcastle lenti í H-riðli þar sem liðið spilar með Celta Vigo, Fenerbahce, Palermo og Frankfurt og Tottenham lenti líka í mjög erfiðum B-riðli ásamt Leverkusen, Club Brugge, Besiktas og Dimamo Búkarest. Blackburn er í riðli með Feyenoord, Basel, Nancy og pólska liðinu Wisla Krakow í E-riðli. Þrjú lið úr hverjum riðli komast áfram í keppninni, en átta lið sem hafna í þriðja sæti í sínum riðli í meistaradeildinni bætast svo við þann pott á næsta stigi keppninnar. Hvert lið spilar fjóra leiki í riðlakeppninni samkvæmt drættinum í dag, en hvert lið fær þar tvo heimaleiki og tvo útileiki gegn mismunandi andstæðingum. Newcastle fær þannig heimaleiki gegn Fenerbahce og Celta Vigo, en útileiki gegn Palermo og Frankfurt. Blakburn byrjar á útivelli gegn Krakow, heima gegn Basel, úti gegn Feyenoord og loks heimaleik gegn Nancy. Tottenham fær það erfiða verkefni að mæta Besiktas í Tyrklandi í fyrsta leik, þá heimaleik við Club Brugge, útileik við Leverkusen og endar á heimavelli gegn Dinamo Búkarest. Riðlakeppnin hefst 19. október og stendur fram til 14. desember, en þá er gert hlé á keppni fram að úrsláttarkeppni. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið drógust saman í riðla: A-riðill:Auxerre Rangers FK Partizan Livorno Maccabi Haifa B-riðill: Bayer Leverkusen Club Brugge Besiktas Dinamo Bucharest Tottenham C-riðill: Sevilla AZ Alkmaar Slovan Liberec Grasshoppers Braga D-riðill: Parma Lens Heerenveen Osasuna Odense E-riðill: Feyenoord Basel Wisla Krakow Blackburn Nancy F-riðill: Ajax Sparta Prague Espanyol Austria Vienna Zulte Waregem G-riðill: Panathinaikos Paris Saint Germain Rapid Bucharest Hapoel Tel Aviv Mlada Boleslav H-riðill: Newcastle Celta Vigo Palermo Fenerbahce Eintracht Frankfurt Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Sjá meira
Nú er búið að draga í riðla í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu og ljóst að ensku liðin þrjú sem komust í riðlakeppnina fá þar verðuga samkeppni. Þá lenti Íslendingalið AZ Alkmaar í riðli með Evrópumeisturum Sevilla frá Spáni. Newcastle lenti í H-riðli þar sem liðið spilar með Celta Vigo, Fenerbahce, Palermo og Frankfurt og Tottenham lenti líka í mjög erfiðum B-riðli ásamt Leverkusen, Club Brugge, Besiktas og Dimamo Búkarest. Blackburn er í riðli með Feyenoord, Basel, Nancy og pólska liðinu Wisla Krakow í E-riðli. Þrjú lið úr hverjum riðli komast áfram í keppninni, en átta lið sem hafna í þriðja sæti í sínum riðli í meistaradeildinni bætast svo við þann pott á næsta stigi keppninnar. Hvert lið spilar fjóra leiki í riðlakeppninni samkvæmt drættinum í dag, en hvert lið fær þar tvo heimaleiki og tvo útileiki gegn mismunandi andstæðingum. Newcastle fær þannig heimaleiki gegn Fenerbahce og Celta Vigo, en útileiki gegn Palermo og Frankfurt. Blakburn byrjar á útivelli gegn Krakow, heima gegn Basel, úti gegn Feyenoord og loks heimaleik gegn Nancy. Tottenham fær það erfiða verkefni að mæta Besiktas í Tyrklandi í fyrsta leik, þá heimaleik við Club Brugge, útileik við Leverkusen og endar á heimavelli gegn Dinamo Búkarest. Riðlakeppnin hefst 19. október og stendur fram til 14. desember, en þá er gert hlé á keppni fram að úrsláttarkeppni. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið drógust saman í riðla: A-riðill:Auxerre Rangers FK Partizan Livorno Maccabi Haifa B-riðill: Bayer Leverkusen Club Brugge Besiktas Dinamo Bucharest Tottenham C-riðill: Sevilla AZ Alkmaar Slovan Liberec Grasshoppers Braga D-riðill: Parma Lens Heerenveen Osasuna Odense E-riðill: Feyenoord Basel Wisla Krakow Blackburn Nancy F-riðill: Ajax Sparta Prague Espanyol Austria Vienna Zulte Waregem G-riðill: Panathinaikos Paris Saint Germain Rapid Bucharest Hapoel Tel Aviv Mlada Boleslav H-riðill: Newcastle Celta Vigo Palermo Fenerbahce Eintracht Frankfurt
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Sjá meira