Vaxandi óánægja með Símann á Vestfjörðum 29. september 2006 16:30 MYND/NFS Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt. Síminn gerði þær breytingar á ADSL þjónustu sinni um síðustu mánaðarmót að hraðinn tvöfaldaðist á sumum stöðum en ekki á öðrum. Þannig að ADSL notanda á Vestfjörðum stendur til boða allt að 6 megabit á sekúndu en notanda á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að 12 megabit á sekúndu fyrir svipað verð. Munurinn er 500 krónur á þjónustuleiðum Símans. Óánægja notenda á Vestfjörðum liggur í því að hafa verið skilin útundan við þessar þjónustubreytingar Símans. Undirskriftasöfnunin „Aftur til fortíðar?" fer fram á netinu með yfirskriftinni: "Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar! Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum." Og málið er orðið hápólitískt. Vinstrihreyfingin - grænt framboð sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem þess er krafist að litið sé á landið allt sem eina heild í þjónustustigi og gjaldtöku í fjarskiptum. Þar segir: "Fyrirtækjum í fjarskiptum með markaðsráðandi stöðu verði gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum sama þjónustustig á sömu verðum um allt land. Í svo stóru og dreifbýlu landi verður aldrei hægt að skapa það samkeppnisumhverfi í fjarskiptum að markaðsöflin ein tryggi að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld verða því að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja jafnrétti landsmanna að þessu leyti." NFS kannaði bestu þjónustuleið í boði fyrir nýja viðskiptavini á Bolungarvík, sem var allt að 8 megabita tenging fyrir 5990 krónur á mánuði. Það er þjónustuleið Símans sem nefnist "Bestur". Til samanburðar geta notendur á höfuðborgarsvæðinu fengið allt að 12 megabita tengingu undirt heitinu "Langbestur", fyrir 6490 krónur. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu sem er tölvu- og internetþjónustufyrirtæki á Ísafirði, segir að vandinn snúist ekki um ákveðnar þjónustuleiðir. Heldur um verð á afnotum af grunnneti Símans. "Notendur á Vestfjörðum, sem eru um 1800 talsins, þurfa að greiða 4000 krónur fyrir afnot af grunnnetinu og tengingu sem er allt að 6 megabit á sekúndu. Sama verð þurfa notendur á höfuðborgarsvæðinu að greiða fyrir tengingu sem er allt að 8 megabit á sekúndu," sagði Björn "Það sem meira er, að fyrir breytinguna (hjá Símanum) þurftu notendur á Vestfjörðum að greiða 4500 fyrir sömu afnot. Ekki er annað að sjá en að til að leiðrétta það þurfi notendur sjálfir að skrá sig á vefsíðu Símans og velja réttan flokk." "Fólkið á Vestfjörðum er óánægt með það að fá ekkert fyrir sinn snúð í þessum þjónustubreytingum fyrir viðskiptavini Símans. Það má líkja þessu við það að Vestfirðingar fari út í búð og kaupi lítra fernu af mjólk en fyrir sama verð fá Sunnlendingar tveggja lítra fernu sem ekki er í boði fyrir vestan, burt séð frá því hvort hún sé full eða hálffull." "Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær við fáum að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir. Það lítur út eins og Síminn hafi ekki vilja til að bregðast við óánægjuröddum viðskiptavina sinna," sagði Björn að lokum. Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt. Síminn gerði þær breytingar á ADSL þjónustu sinni um síðustu mánaðarmót að hraðinn tvöfaldaðist á sumum stöðum en ekki á öðrum. Þannig að ADSL notanda á Vestfjörðum stendur til boða allt að 6 megabit á sekúndu en notanda á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að 12 megabit á sekúndu fyrir svipað verð. Munurinn er 500 krónur á þjónustuleiðum Símans. Óánægja notenda á Vestfjörðum liggur í því að hafa verið skilin útundan við þessar þjónustubreytingar Símans. Undirskriftasöfnunin „Aftur til fortíðar?" fer fram á netinu með yfirskriftinni: "Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar! Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum." Og málið er orðið hápólitískt. Vinstrihreyfingin - grænt framboð sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem þess er krafist að litið sé á landið allt sem eina heild í þjónustustigi og gjaldtöku í fjarskiptum. Þar segir: "Fyrirtækjum í fjarskiptum með markaðsráðandi stöðu verði gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum sama þjónustustig á sömu verðum um allt land. Í svo stóru og dreifbýlu landi verður aldrei hægt að skapa það samkeppnisumhverfi í fjarskiptum að markaðsöflin ein tryggi að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld verða því að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja jafnrétti landsmanna að þessu leyti." NFS kannaði bestu þjónustuleið í boði fyrir nýja viðskiptavini á Bolungarvík, sem var allt að 8 megabita tenging fyrir 5990 krónur á mánuði. Það er þjónustuleið Símans sem nefnist "Bestur". Til samanburðar geta notendur á höfuðborgarsvæðinu fengið allt að 12 megabita tengingu undirt heitinu "Langbestur", fyrir 6490 krónur. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu sem er tölvu- og internetþjónustufyrirtæki á Ísafirði, segir að vandinn snúist ekki um ákveðnar þjónustuleiðir. Heldur um verð á afnotum af grunnneti Símans. "Notendur á Vestfjörðum, sem eru um 1800 talsins, þurfa að greiða 4000 krónur fyrir afnot af grunnnetinu og tengingu sem er allt að 6 megabit á sekúndu. Sama verð þurfa notendur á höfuðborgarsvæðinu að greiða fyrir tengingu sem er allt að 8 megabit á sekúndu," sagði Björn "Það sem meira er, að fyrir breytinguna (hjá Símanum) þurftu notendur á Vestfjörðum að greiða 4500 fyrir sömu afnot. Ekki er annað að sjá en að til að leiðrétta það þurfi notendur sjálfir að skrá sig á vefsíðu Símans og velja réttan flokk." "Fólkið á Vestfjörðum er óánægt með það að fá ekkert fyrir sinn snúð í þessum þjónustubreytingum fyrir viðskiptavini Símans. Það má líkja þessu við það að Vestfirðingar fari út í búð og kaupi lítra fernu af mjólk en fyrir sama verð fá Sunnlendingar tveggja lítra fernu sem ekki er í boði fyrir vestan, burt séð frá því hvort hún sé full eða hálffull." "Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær við fáum að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir. Það lítur út eins og Síminn hafi ekki vilja til að bregðast við óánægjuröddum viðskiptavina sinna," sagði Björn að lokum.
Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira