Innlent

Bjóða nýja sérhæfða þjónustu fyrir aldraða

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hleypti í dag af stokkunum nýrri sérhæfðri heimaþjónusta fyrir veika aldraða. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Landspítala - háskólasjúkrahúss og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að með þjónustunni sé leitast við að mæta óskum aldraðra um að geta dvalið lengur í heimahúsi þrátt fyrir veikindi og um leið að færri sjúklingar í hópi aldraðra þurfi að bíða eftir annarri þjónustu.

Sérhæft teymi hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, félagsliða, öldrunarlækna, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og sérfræðings í öldrunarhjúkrun, mun sinna þessari þjónustu. Gert er ráð fyrir því að sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraðra nái að jafnaði til 20 sjúklinga á hverjum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×