Erlent

Vilja banna steikingarfeiti á veitingastöðum

Eigendur 24 þúsund veitingastaða í New York eru þrumu lostnir yfir áætlunum borgaryfirvalda um að banna transfitusýrur í matargerð. Transfitusýrur má finna í steikingarfeiti sem er meðal annars notuð til þess að búa til kleinur, kex, vínarbrauð, franskar kartöflur og nær alla steikta eða djúpsteikta rétti.

Læknar eru sammála um að transfitusýrur séu óhollar, en talsmaður samtaka veitingahúsaeigenda segir að þeir séu agndofa yfir áætlunum um að banna lögleg efni, sem finnist í milljónum bandarískra eldhúsa.

Heilbrigðisfulltrúi New York borgar segir hinsvegar að transfitusýrur séu óhollar og ónauðsynlegar. Hann viðurkennir að það verði talsvert átak fyrir veitingamenn að breyta til, en þeir geti auðveldlega fundið steikingarfeiti sem sé miklu hollari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×