Lífið

Strákabandið Five saman á ný

Strákabandið Five mun tilkynna aðdáendum sínum og blaðamönnum endurkomu sína á blaðamannafundi í dag.
Strákabandið Five mun tilkynna aðdáendum sínum og blaðamönnum endurkomu sína á blaðamannafundi í dag. MYND/ Adam Scott

Eftir klukkustund hefur strákabandið FIVE boðið til blaðamannafundar í London þar sem sem þeir munu tilkynna blaðamönnum og aðdáendum sínum að þeir hyggjist byrja að spila saman aftur. Í dag erum nákvæmlega fimm ár síðan bandið hætti en nú snúa þeir saman aftur, reyndar bara fjórir þar sem einn þeirra hefur hafið sólóferil.

Strákabandið byrjaði að spila saman árið 1997, eftir að 3000 strákar höfðu þreytt áheyrnarpróf í London. Eftir að þeir höfðu verið valdir úr þessum stóra hópi fluttu þeir saman í hús í London til að kynnast hver öðrum og æfa. Eftir það lá leið þeirra til Svíþjóðar þar sem þeir unnu að sinni fyrstu plötu. Eftir að hún kom út lá leiðin uppávið og bandið vann til fjölda verðlauna og gaf út hvert "hit" lagið á fætur öðru sem mörg fóru á topp 10 í Bretlandi og víða um heim.

Nú er ljóst að strákabandið ætlar að koma saman aftur og reynd að heilla heiminn með tónlist sinni og töffaralegri framkomu.

Strákarnir erum með síðu á Myspace sem sjá má hér

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.