Erlent

Þora ekki að setja upp Mozart af ótta við múslima

Þýska óperan í Vestur-Berlín hefur hætt við að setja upp óperuna Idomeneo, eftir Mozart, af ótta við að múslimar muni taka því illa. Í einni senu óperunnar sést Idomeneo konungur staulast um sviðið, framhjá afhöggnum höfðum Búdda, Jesú Krists, Póseidons og Múhameðs spámanns, sem liggja þar á stólum.

Lögreglan í Berlín tjáði stjórnendum óperunnar að uppsetningin hefði í för með sér ófyrirsjáanlega hættu, og því var ákveðið að aflýsa sýningunum. Þýskir stjórnmálamenn hafa brugðist ókvæða við þessum tíðindum. Varaforseti þingsins sagði að þarna væri komin ný ógn við listrænt tjáningarfrelsi í Þýskalandi. Innanríkisráðherra landsins sagði að ákvörðun óperustjórnenda væri galin og óásættanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×