Erlent

Russell Crowe endurlífgar skylmingaþrælinn

MYND/Getty

Dauðinn er ekki endanlegur í Hollywood. Kvikmyndin um skylmingaþrælinn, sem færði Russell Crowe Óskarsverðlaunin, naut mikilla vinsælda. Svo mikilla að nú stendur til að gera mynd númer tvö um Maximus Decimus. Leikstjórinn Ridley Scott og Crowe, hafa tekið höndum saman um það.

Það flækir málið dálítið að í upphaflegu myndinni er Maximus látinn deyja. Það er að segja, það myndi flækja málið ef þetta væri ekki Hollywood. Russell Crowe segir að þeir hefðu óneitanlega gert sjálfum sér erfiðara fyrir með því að drepa Maximus. Það væri þó ekkert óyfirstíganlegt. "Það hafa undarlegri hlutir gerst í Hollywood", segir leikarinn. Upptökur á nýju myndinni munu hefjast áður en langt um líður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×