Erlent

Fundu flak þyrlu sem saknað hafði verið í tvo daga í Nepal

Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að allir farþegar í þyrlu á vegum náttúruverndarsamtakanna Worldwide Fund for Nature hafi látist þegar hún hrapaði í vonskuveðri á laugardag. Flak þyrlunnar, sem var rússnesk, fannst snemma í morgun, en þess hafði verið leitað í nærri tvo daga við erfiðar aðstæður, bæði í rigningu og þoku. Alls voru 24 um borð í þyrlunni og voru sautján hinna látnu Nepalar en hinir voru frá Finnlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Sviss og Rússlandi. Allir höfðu farþegarnir tekið þátt í athöfn á vegum nátttúruverndarsamtakanna sem voru ljúka verkefni í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×