Erlent

Páfi fundar með fulltrúum múslima í dag

MYND/AP

Benedikt páfi sextándi fundar í dag með fulltrúum múslima í Róm til þess að reyna að lægja þær reiðiöldur sem blossað hafa upp í kjölfar ummæla hans um Múhameð spámann.

Páfi vitnaði til orða keisara austrómverska ríkisins á fjórtándu öld þess efnis að Múhameð spámaður hefði aðeins fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Páfi hefur opinberlega beðist afsökunar á því að hafa móðgað múslima en múslimum þótti afsökunarbeiðning ekki nógu afdráttarlaus. Því fundar hann meðal annars með fulltrúum múslima á Ítalíu og sendinefndum frá múslimalöndunum Íran, Írak, Tyrklandi og Marokkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×