Erlent

Benedikt páfi leitar sátta

Bendedikt páfi sextándi
Bendedikt páfi sextándi MYND/AP

Bendedikt páfi sextándi hefur boðið sendiherra múslimaríkja á fund sinn á mánudaginn í Vatíkaninu. Auk þess hefur hann boðið trúarleiðtogum múslima á Ítalíu á fundinn. Með fundinum ætlar páfi að freista þess að ná sátt við múslima en þeir eru honum margir æfareiðir vegna ummæla hans um Múhameð spámann.

Páfi vitnaði í ræðu sinni í Háskólanum í Regensburg í Þýskalandi í síðustu viku til orða kristins keisara Austrómverska ríkisins á fjórtándu öld, þess efnis að Múhameð spámaður hefði aðeins fært heiminum illsku og miskunnarleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×