Erlent

Upplausn í pólskum stjórnmálum

Íhaldsflokkarnir í Póllandi hafa óvænt bundið enda á óstöðugt ríkisstjórnarsamstarf sitt við vinstriflokk svokallaðarar heimavarnarsinan eftir harðar deilur um fjárlög næsta árs. Allt bendir því til þess að boða þurfi til kosninga í landinu fljótlega.

Jaroslaw Kaczynski, forsætisráðherra, ætlar að reka vara forsætisráðherrann Andrzej Lepper, leiðtoga vinstriflokksins. Forsætisráðherrann sagði á blaðamannafundi að hann myndi reyna að mynda nýjan meirihluta en ef það tækist ekki yrði að boða til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×