Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur 21. september 2006 19:27 Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Í niðurstöðum launakönnunar VR sem birt var í gær kemur meðal annars í ljós að launamunur kynjanna helst óbreyttur hjá félagsmönnum VR, fjórða árið í röð. Karlar eru með tuttugu og tveimur prósentum hærri heildarlaun en konur, en voru með tuttugu og þremur prósentum hærri laun í fyrra. Munurinn á milli ára er ekki marktækur, ekki frekar en þegar miðað er við árin 2003 og 4. Magnúsi Stefánssyni félagsmálaráðherra, sem samkvæmt lagabókstafnum hefur jafnréttismál á sinni könnu, finnst þessi niðurstaða ekki vera fagnaðarefni, eins og við var að búast. Hann segir mörg átök hafa verið í gangi undanfarin ár sem því miður virðast lítið stoða. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, sagði í samtali við NFS í gær að hann væri hálf ráðalaus hvað taka ætti til bragðs til að leiðrétta þennan mun á launum kynjanna, ekki síst í ljósi þess að mikið átak sem VR réðst í í fyrra vegna launamunarins virðist engu hafa skilað. Aðspurður hvort hann sé jafn ráðalaus og formaður VR ítrekar Magnúsn að margt hafi verið reynt. Auk þess sé til staðar löggjöf sem eigi að taka á þessum málum. Magnús segist ekki kunnna einfaldar skýringar á því að þessi launamunur haldist, þrátt fyrir alla þá umræðu og vakningu sem, í það minnsta virðist, hafa átt sér stað á undanförnum árum í jafnréttismálum. Honum detti helst í hug það að þetta sé rótgróið ástand, það sé hefð fyrir þessu o.s.frv. „Það þarf víðtækt samstarf allra til að brjótast út úr þessu," segir Magnús.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira