Erlent

Sakar Bandaríkjamenn um að misnota öryggisráðið

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á þingi Sameinuðu þjóðanna.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á þingi Sameinuðu þjóðanna. MYND/AP

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sakaði í nótt Bandaríkjamenn og Breta um að misnota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Ahmadinejad sagði þetta í ræðu sem hann hélt á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Bæði Bandaríkin og Bretland eru fastafulltrúar í öryggisráðinu. Forsetinn sagði allar aðgerðir Írana í kjarorkumálum friðsamlegar og löglegar. Bandaríki og Bretland notuðu hins vegar öryggisráðið til að stjórna alþjóðamálum og koma í veg fyrir að Íranar kæmu sér upp kjarnorkutækni. Bush Bandaríkjarforseti hélt ræðu á þinginu í gærkvöldi. Hann sagði ráðamenn í Íran hafa neitað íbúum um frelsi og að þeir notuðu það fjármagn sem þeir hefðu til umráða til að styðja hryðjuverkamenn og þróa kjarnorkuvopn. Ahmadinejad var ekki viðstaddur ræðu Bush.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×