Erlent

Herforingjastjórnin tekin að styrkja völd sín

MYND/AP

Leiðtogar hersins í Taílandi hófu í morgun að styrkja völd sín eftir að Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í gær.

Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Herlög gilda nú í landinu og hefur allur gagnrýninn fréttaflutningur verið bannaður. CNN og aðrar alþjóðlegar sjónvarpsstöðvar hafa verið bannaðar og taílenskar sjónvarpsstöðvar sýna aðeins myndir af konugsfjölskyldunni og spila þjóðernissöngva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×