Erlent

Margir á minningarathöfn um Steve Irwin

Dýrin fengu að sjáflsögðu að taka þátt í minningarathöfninni.
Dýrin fengu að sjáflsögðu að taka þátt í minningarathöfninni. Mynd/AP

Hollywood stjörnur og stjórnmálamenn voru meðal gesta á minningarathöfn um sjónvarpsmanninn og krókódílasérfræðinginn Steve Irwin, sem haldin var í ástralska dýragarðinum í bænum Beerwah á austurströnd Ástralíu í gær. Vinir og ættingajar Irwins minntust hans með söknuðu í ræðum sínum og meðal þeirra sem héldu ræður honum til heiðurs var John Howard forsætisráðherra Ástralíu. Dýrin, og sér í lagi krókódíllinn, voru Irwin hjartfólgin en hann var óþreytandi talsmaður krókódíla og þekktur fyrir ýmsar glæfralegar uppákomur þar sem krókódílar voru í aðalhlutverki. Irwin og kona hans Terri opnuðu dýragarðinn þar sem minningarathöfnin var haldin og dýrin fengu að sjálfsögðu að taka þátt í minningarathöfninni. Irwin lést við köfun við Kóralrifið mikla 4. september síðastliðinn, þegar stingskata stakk hann í hjartað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×