Erlent

Fregnir berast af valdaráni í Taílandi

Hermenn á skriðdreka fyrir utan stjórnarráðið í Bangkok í dag.
Hermenn á skriðdreka fyrir utan stjórnarráðið í Bangkok í dag. MYND/AP

Svo virðist sem valdarán hafi verið fram í Taílandi í dag. Her og lögregla hafa lagt undir sig helstu stjórnarbyggingar í Bangkok. Í yfirlýsingu sem lesin og birt var í helstu miðlum landsins fyrir stundu segir að her og lögregla hafi skipað sérstaka nefnd sem verði falið að ákveða um endurbætur á stjórn landsins. Almenningur er hvattur til að sýna stillingu. Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, lýsti yfir neyðarástandi í Taíandi fyrr í dag. Shinawatra hefur átt undir högg að sækja vegna ásakana um spillingu. Afsagnar hans hefur verið krafist og mótmælt á götum úti. Forsætisráðherrann er nú staddur í New York vegna fundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna en snýr nú heim á fimmtudaginn, degi fyrr en áætlað var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×