Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Taílandi

MYND/AP

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Minnst tíu skriðdrekum hefur verið lagt við stjórnarbyggingar í höfuðborginni, Bangkok. Forsætisráðherrann hefur fyrirskipað hersveitum að haga ekki aðgerðum í andstöðu við lög landsins. Shinawatra eru sagður í erfiðri stöðu vegna mótmæla gegn honum á götum borga landsins. Hann er nú staddur í New York vegna fundar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna en mun snúa heim á fimmtudaginn, degi fyrr en áætlað var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×