Erlent

Reyndist hafa verið með fuglaflensu

MYND/AP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur staðfest að þriggja ára írakskur drengur hafi lifað af vægt tilfelli fuglaflensu í mars síðastliðnum. Þetta er fyrsta tilfelli fuglaflensunnar sem staðfest er í höfuðborginni Bagdad. Alls hafa þrír menn í Írak greinst með sjúkdóminn á árinu, þar af tveir sem létust í upphafi árs. Nýrra tilfella hefur ekki orðið vart í sumar og haust en alls hafa 247 tilfelli fuglaflensu verið staðfest í tíu löndum frá árinu 2003, en þar af hafa 144 látist úr flensunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×