Erlent

Mikil hætta á borgarastyrjöld í Írak

MYND/AP

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir mikla hættu á að borgarastyrjöld brjótist út í Írak ef fram haldi sem horfi. Þetta kom fram í ræðu hans hjá Sameinuðu þjóðunum í kvöld.

Hann sagði að ef sú firring og alda ofbeldis sem héldi landinu nú í greipum sínum héldi áfram væri mikil hætta á að ríkið liðaðist í sundur og það að undangegninni borgarastyrjöld sem myndi kosta fjölmörg mannslíf.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur nú saman til fundar í New York og mun Bush Bandaríkjaforseti ávarpa þingið á morgun en andstaða við og efasemdir um stefnu hans í Írak hafa aukist síðustu vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×