Erlent

Sex látnir eftir tilræði í Sómalíu

Sex létust og nokkrir særðust þegar bíll sprakk fyrir utan sómalska þinghúsið í Baidoa í morgun. Haft er eftir utanríkisráðherra landsins að reynt hafi verið að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu af dögum. Þrír hinna látnu voru lífverðir og þrír óbreyttir borgarar.

Innanríkisráðherra Sómalíu greindi frá því að tveir menn hefðu verið handteknir vegna málsins og þá hefðu öryggissveitir drepið sex menn en ekki liggur fyrir á hvers vegum þeir voru. Árásin átti sér stað um á sama tíma og þingmenn komu saman til að samþykkja nýja ríkisstjórn í landinu. Bráðabirgðaríkisstjórn hefur haldið um stjórnartaumana að undanförnu en ófriðlegt hefur verið í landinu í fimmtán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×