Erlent

Vill að páfi verði dreginn fyrir dómstóla

Mótmælendur í Pakistan kveikja í brúðu sem líkist Benedikt sextánda páfa í morgun.
Mótmælendur í Pakistan kveikja í brúðu sem líkist Benedikt sextánda páfa í morgun. MYND/AP

Íraskur múslimaklerkur krafðist þess í morgun að páfi verði dregin fyrir dómstóla vegna ummæla hans um Múhameð spámann. Múslimar segja afsökunarbeiðni páfa ekki fullnægjandi.

Páfi bað í gær afsökunar á ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi í síðustu viku, þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar.

Páfi sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Hann sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Það virðist þó ekki hafa tekist. Bandalag múslima í Egyptalandi sagði í gær að páfi hefði ekki beðist afsökunar með nægilega skýrum hætti.

Mótmæli héldu áfram víða í hinum íslamska heimi í dag. Um fimm hundruð manns mótmæltu á götum Basra í Írak í dag. Ahmed al-Badrani, klerkur sjía, sagði múslima krefjast þess að páfinn og Vatíkanið verði dregin fyrir dómstóla vegna ummælanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að skipa í dóminn.

Íranskur klekur lagði til að dagurinn í dag yrði dagur reiðinnar og virðast margir múslimar því langt því frá tilbúnir að fyrirgefa páfa ummæli síns.

Heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar telja afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í gærmorgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Hún var skotin til bana fyrir utan barnaspítala í borginni. Lífvörður hennar féll einnig í árásinni. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×