Erlent

Hægri flokkurinn er sigurvegari kosninganna

Verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Reinfeldt lýsti yfir sigri Hægriflokksins á kosningavöku fyrir stundu
Verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Reinfeldt lýsti yfir sigri Hægriflokksins á kosningavöku fyrir stundu GSM-MYND/Þór Jónsson
"Sænska þjóðin hefur kosið hægrabandalagið til að stjórna. Hægri flokkurinn er stóri sigurvegari kosninganna," sagði Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð á kosningavöku fyrir stundu. Reinfeldt lýsti yfir sigri þegar fyrir lá að hægrabandalagið; Hægri flokkurinn, Þjóðarflokkurinn, Miðjuflokkurinn og Kristilegir demókratar, hafði hlotið 178 þingmenn en vinstri flokkarnir; Jafnaðarmenn, Vinstri flokkurinn og Græningjar, aðeins 171. Þá var búið að telja úr 5.541 kjördeild af 5.783 eða tæplega 96%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×