Innlent

Margrét Frímannsdóttir hættir í stjórnmálum

Margrét Frímannsdóttir.
Margrét Frímannsdóttir. MYND/Gunnar V. Andrésson

Margrét Frímannsdóttir, þingmaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum á næsta ári. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmsiráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Þorlákshöfn í dag.

Áður hafa tveir aðrir þingmenn flokksins tilkynnt að þeir ætluðu að draga sig í hlé. Það eru þau Jóhann Ársælsson í Norðvesturkjördæmi og Rannveig Guðmundsdóttir í Suðvesturkjördæmi.

Landsþing Ungra jafnaðarmanna sendi í morgun frá sér tilkynningu þar sem Margrét var hvött til að bjóða sig áfram fram sem oddvita lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×