Erlent

Útlit fyrir sigur hægrimanna í Svíþjóð

Kjördagur er runninn upp í Svíþjóð og af síðustu skoðanakönnun að dæma hafa sænskir kjósendur ákveðið að binda enda á tólf ára samfelldan valdatíma Jafnaðarmanna.

Könnunin sýnir Hægrabandalagið med 51% fylgi og vinstri flokkana med 44% fylgi. Munurinn er 7 prósentustig og tölfræðilega marktækur. Göran Persson, forsætisráðherra, kann að enda sinn pólitíska feril með verstu niðurstöðu síns flokks í þingkosningum frá upphafi.

Úrslitin eru samt ekki ráðin. Óvissuatriðin eru mörg, ekki síst að skoðanakannanir reyndust ónákvæmar í síðustu kosningum í Svíþjóð.

Þess má geta að sænska sendiráðið býður áhugasömum til kosningavöku í húsi Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í kvöld og hefst hún klukkan sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×