Innlent

Verkefni í vegagerð færð frá ríki til sveitarfélaga

MYND/Teitur

Vinna er hafin við það í samgönguráðuneytinu að færa ákveðin verkefni í samgöngumálum frá ríki til sveitarfélaga. Þetta kom fram í ávarpi Sturlu Böðvarssonar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundarfirði í dag.

Fréttavefurinn Skessuhorn á Vesturlandi hefur eftir ráðherra að ekki væri verið að firra ríkið ábyrgð í vegamálum heldur væri ætlunin að nýta staðþekkingu heimamanna á hverjum stað. Sturla telur að sveitarfélögin geti séð umlagningu, viðhald og rekstur safn- og tengivega með færslu fjármuna frá ríkinu og koma þyrfti á jöfnunarsjóði þar sem verkefnin væru mismikil milli sveitarfélaga. Ráðherra sagði einnig að ef samkomulag næðist við sveitarfélög gæti frumvarp um málið litið dagsins ljós á næsta þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×