Erlent

Myndband frá Talíbönum

Fréttastofa AP hefur komist yfir myndband sem sagt er tekið af Talíbönum í Afganistan og veitir sjaldgæfa svipmynd af þeim átökum sem orðið hafa í Kandahar-héraði í Suður-Afganistan. Á myndbandinu má sjá fjölmarga hópa vopnaðra andspyrnumanna ganga um þau svæði þar sem hefur komið til átaka og árásarþyrlur skjóta að þeim.

AP-fréttastofan hefur ekki geta fengið staðfest að myndbandið sé ósvikið. Í gær upplýstu fulltrúar Atlantshafsbandalagsins að hersveitir þess hefðu náð svæðum í suðurhluta landsins aftur á sitt vald en átök hafa staðið þar í 11 daga. Á þeim tíma hafa minnst 510 herskáir Talíbanar fallið. Átökin á svæðinu hafa verið svo hörð að stjórnendur NATO hersveitanna hafa óskað eftir liðsstyrk frá bandalagsríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×