Sættast Zidane og Materazzi? 12. september 2006 18:15 AFP Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, vinnur nú í því að fá franska snillinginn Zinedine Zidane og ítalska varnarmanninn Marco Materazzi til þess að hittast opinberlega og sættast. Eins og frægt er orðið lenti þeim saman í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane skallaði Materazzi í bringuna. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðið Zidane og Materazzi um að hittast niður í Suður Afríku þar sem næsta heimsmeistarakeppni mun fara fram eftir 4 ár. Ekki fer enn neinum sögum af því hvernig þeir tvímenningarnir hafa tekið í bón forsetans sem vill gera opinberan viðburð úr uppákomunni og ljúka málinu í eitt skipti fyrir öll. Zidane var sektaður fyrir framkomu sína í úrsltaleik HM og dæmdur í leikbann en þar sem hann hefur lagt skóna á hilluna sættist hann á að taka refsinguna út í samfélagsþjónustu í þágu knattspyrnunnar. Blatter hefur uppi þessa hugmynd um að samfélagsþjónusta Zidanes feli í sér að bæta fyrir hegðun sína með fyrrgreindri uppákomu en einnig til að bæta ímynd íþróttarinnar sem beið hnekki með atvikinu í úrslitaleik HM sem er orðið að einkenni keppninnar. Materazzi upplýsti loks í síðustu viku hvað það var sem fór þeim á milli þegar atvikið átti sér stað í útslialeiknum í Þýskalandi í sumar. Materazzi togaði í treyjuna hans Zidane í leiknum og segir Ítalinn að Zidane hafi þá boðist til að gefa honum treyjuna sína ef hann langaði svona mikið í hana. Því svaraði sá ítalski til að hann langaði meira í systur Zidane sem þá hafi skallað sig í bringuna eins og frægt er orðið. Helst kemur til greina að Materazzi og Zidane muni hittast fyrir framan fjölmiðla í hinu alræmda fangelsi á Robben eyju þar sem Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku sat bak við rimla í 27 ár. Það var fyrrverandi fangi á Robben eyju sem sagði frá þessu í viðtali við suður afríska dagblaðið Sunday Times en hann er í undirbúningsnefnd fyrir HM 2010 sem fram fer í landinu. Hann sagðist vera vel á veg kominn í samningaviðræðum við Blatter sem segir þetta í raun einu leiðina til að ljúka málinu. Þess má til gamans geta að fyrrverandi tukthúslimurinn sem um ræðir og er í undirbúningsnefnd HM 2010 ber hið skemmtilega nafn Tokyo Sexwale.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira