Erlent

Samþykkja skilyrðislausar friðarviðræður

MYND/AP

Stjórnvöld á Srí Lanka og uppreisnarmenn Tamíltígra hafa samþykkt að setjast niður til friðarviðræðna án nokkurra skilyrða. Þetta var staðfest eftir fund um átökin í landinu sem haldinn var í Brussel í Belgíu í dag.

Að fundinum komu fulltrúar Japans, Noregs og Bandaríkjanna auk Evrópusambandsins en þessi þrjú ríki og ESB hafa lagt fé til uppbyggingar á Srí Lanka. Tamítígrarnir hættu þátttöku í friðarviðræðum í apríl síðastliðnum og til átaka kom í júlí. Mörg hundruð her- og uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafa týnt lífi síðan þá og hafa átökin ekki verið meiri og verri á Srí Lanka síðan samið var um vopnahlé árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×