Erlent

Hótar frekari árásum

Ayman al-Zawahri, næstráðandi hjá al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.
Ayman al-Zawahri, næstráðandi hjá al-Kaída hryðjuverkasamtökunum. MYND/AP

Ayman Al-Zawahri, næstráðandi hjá al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, varar við árásum á þau ríki við Persaflóann sem styðji Bandaríkjamenn. Þetta kemur fram á nýju myndbandi með honum sem birt var í gærkvöldi.

Hann hvetur einnig til árása á Bandaríkin, múslimar skuli herða enn frakar á árásum sínum. Bandaríkjamönnum hafi ítrekað verði boðið að semja um vopnahlé en þeir hafi ekki orðið við því. Það þýði að árásir í framtíðinni verði réttlætanlegar.

Zawahri hótar árásum á Egyptaland, Jórdaníu og Sádí Arabíu auk þess em hann varar við aðgerðum gegn friðargæsluliðinu í Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×