Innlent

Sendir bréf til þingmanna EES vegna sjóræningjaveiða

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og formaður Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, hefur sent þingmönnum Evrópuþingsins, Noregs og Liechtenstein sem sæti eiga í þingmannanefnd EES bréf þar sem hann vekur athygli á sjóræningjaveiðum á Norður-Atlantshafi og aðgerðum til að sporna við þeim.

Fram kemur í tilkynningu frá Guðlaugi að hann hafi fyrst vakið athygli á vandanum á vorfundi nefndarinnar í Tromsö 23. maí. Í bréfinu sem sent var í dag eru þau Evrópulönd talin upp sem veitt hafa skipum sem stunda sjóræningjaveiðar þjónustu í höfnum sínum. Guðlaugur segist munu taka málið upp að nýju á haustfundi þingmannanefndar EES 10. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×