Innlent

Unnið verði að aukinni hagkvæmni og lækkun skatta

MYND/GVA

Afurðarstöðvar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi leggja til að unnið verði með stjórnvöldum að mörkun stefnu um aukna hagkvæmni í landbúnaði og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til þess að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi afurðastöðvanna í gær.

 

Þar segir enn fremur:

„Góð sátt hefur lengi ríkt um íslenskan landbúnað, enda hefur átt sér stað jákvæð þróun til hagræðingar, vöruframboð hefur stóraukist og framleiðslugæðin eru óumdeilt í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Hlutfall matvæla af útgjöldum vísitölufjölskyldunnar hefur snarminnkað á nokkrum árum og hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu af útgjöldunum nemur nú aðeins 5,6%. Á sama tíma hefur stuðningur ríkisins til landbúnaðarins minnkað mjög mikið að raungildi sem hlutfall af heildarútgjöldum ríkisins.

Landbúnaður og úrvinnslugreinar hans skipa stóran og mikilvægan sess í atvinnulífi Norðvestur- og Norðausturkjördæma. Fundurinn leggur áherslu á að ríkisstjórn og Alþingi standi áfram vörð um íslenskan landbúnað. Verði veruleg rösku í landbúnaði, t.d. með lækkun eða afnámi tollverndar eða með öðru sambærilegum aðgerðum, er hætt við stórfelldri byggðaröskun og í raun hruni byggðar á stórum landssvæðum.

Lagt er til að fulltrúar afurðastöðva og bænda vinni með stjórnvöldum að mörkun stefnu um enn aukna hagkvæmni og lækkun virðisaukaskatts á matvæli til að ná fram frekari raunlækkun á matvælaverði til neytenda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×