Erlent

Mótmælendur gripu til ofbeldis í Santiago

MYND/AP

Lögregla í Chile þurfti að grípa til táragass til að dreyfa hópi mótmælenda í höfuðborginni Santiago í gær. Fólk hafði safnast þar saman til að minnast þess að í gær voru 33 ár liðin frá valdatöku einræðisherrans Augusto Pinochets.

Mörg þúsund manns tóku þátt í minningargöngu um miðborg Santiago. Það var þó aðeins lítill hópur mótmælenda sem greip til ofbeldis gegn lögreglu sem svaraði fyrir sig. Minnst fimmtán voru handteknir í hamaganginum. Þrír lögreglumenn særðust, þar af einn alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×