Erlent

Páfi messar í München

Benedikt páfi XVI messar í München í Þýskalandi.
Benedikt páfi XVI messar í München í Þýskalandi. MYND/AP

Hópur fólks safnaðist saman í útjaðri München í morgun til að hlýða á messu Benedikts páfa sextánda úti undir berum himni. Páfi er nú í heimsókn í Þýskalandi, nánar tiltekið á heimaslóðum í Bæjaralandi.

Páfi kom til landsins í gær og verður þar í tæpa viku. Hann var erkibiskup í München á árunum 1977 til 1982, áður en hann flutti til Rómarborgar og tók við starfi í Vatíkaninu.

Í vikunni mun páfi heimsækja fæðingarbæ sinn, Marktl am Inn, og Freising, þar sem hann var vígður til prests. Þetta er önnur heimsókn Páfa til Þýskalands frá því hann tók við embætti í apríl í fyrra, en fyrsta heimsókn hans til Bæjaralands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×