Innlent

Ekki rof á skyldum gagnvart NATO

Íslendingar bregðast ekki skyldum sínum gagnvart NATO þótt ratsjáreftirlit sé takmarkað, að mati Geirs Haarde, forsætisráðherra. Hann segir varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn eiga að ljúka fyrir mánaðamót.

Geir Haarde, forsætisráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, héldu í dag erindi á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem fram fór í Vogum á Vatnsleysuströnd. Efnið var Keflavíkurflugvöllur á umbreytingartímum og ræddi forsætisráðherra meðal annars um lokakafla varnarviðræðnanna, sem hann segist vongóður um að ljúki fyrir mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×