Erlent

Kjarnakljúf í Noregi lokað vegna leka

Loka þurfti litlum kjarnakljúf í Noregi vegna leka sem vart varð við í dag. Kjarnakljúfurinn er notaður til rannsókna.

Greiðlega gekk að komast fyrir lekann að sögn yfirvalda. Kljúfurinn hefur verið í notkun í fjörutíu ár og er afkastageta hans aðeins eitt prósent af afkastagetu dæmigerðra kjarnorkuvera sem nú eru í notkun.

Talið er að geislavirkni hafi mælst meðal annars vegna leka í kælikerfinu. Sérfræðingar hafa þó eftirlit með svæðinu um sinn.

Kjarnorkuver og -vopn eru bönnuð í Noregi en litlir kjarnakljúfar eru leyfðir til rannsókna þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×