Erlent

Olmert vill ræða við Abbas

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, takast í hendur við upphaf fundar síns í Jerúsalem síðdegis.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, takast í hendur við upphaf fundar síns í Jerúsalem síðdegis. MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, er tilbúinn til formlegra viðræðna við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna. Ísraelskir fjölmiðlar segja Olmert hafa greint frá þessu á fundi sínum með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Jerúsalem síðdegis.

Það skilyrði mun þó vera sett að herskáir Palestínumenn láti ísraelska hermanninn Gilad Shalit lausann, en honum var rænt í sumar. Ekkert er vitað um afdrif hans.

Olmert hefur aldrei fyrr setið leiðtogafund með Abbas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×