Innlent

Árni vék ekki fyrir Þorgerði Katrínu

MYND/Vísir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það af og frá að Árni Mathiesen hafi fært sig yfir í suðurkjördæmi til að hún gæti tekið fyrsta sæti á lista flokksins í suðvesturkjördæmi. Þetta sagði hún í viðtali við NFS eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir í gær að hann hygðist færa sig um set og bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í suðurkjördæmi fyrir kosningarnar næsta vor, en Árni var oddviti lista sjálfstæðismanna í suðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar. Þorgerður Katrín tilkynnti í kjölfarið að hún byði sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar næsta vor. Hún segir að það sé hins vegar alls ekki þannig að Árni hafi vikið fyrir henni. Þannig gangi stjórnmálin ekki fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×