Erlent

Kosningabaráttan heldur áfram að loknum kosningum

Lopez Obrador
Lopez Obrador MYND/AP

Kosningabarátta forsetaframbjóðanda heldur áfram í Mexíkó þó að rúmir tveir mánuðir séu liðnir frá kjördegi. Forsetaframbjóðandi vinstri manna, Lopez Obrador, segist ætla að halda ráðstefnu á sjálfstæðisdag Mexíkó, þann 16. september, til þess að mynda aðra ríkisstjórn til höfuðs ríkisstjórn Felipe Calderons, sem fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum annan júlí síðastliðinn. Lopez Obrador neitar að viðurkenna nauman kosningasigur Calderons og segir brögð hafa verið í tafli. Hann segir skuggaríkisstjórn sína munu ná fylgi þjóðarinnar með því að lofa aðgerðum gegn fátækt og glæpum og auknum atvinnutækifærum í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×